Með þessum fallega nagbolta getur þú hjálpað til við að róa pirraðann góm barnsins þegar tennurnar fara að láta finna fyrir sér. Boltinn er gerður úr matargæða sílikoni og er hannaður til þess að auðvelt sé að grípa hann og halda taki með litlum barnahöndum.
Ekki skemmir útlitið fyrir á þessari skemtilegu hönnun, og setur hann fallegan blæ á heimilið og barnaherbergið.
Efni: Matargæða sílikon
Hreinsið með volgu sápuvatni og látið þorna
CE-merking