UM OKKUR

VIÐ

Á bakvið Bambaló stöndum við Þuríður Elva Eggertsdóttir og Sólbjört Jóhannesdóttir. Við kynntumst árið 2015 í fatahönnunarnámi. 

 

Hugmyndin af Bambaló spratt upp árið 2020. Höfum við síðan þá verið á fullu að hanna útlit, kanna efni og framleiðendur svo að gæðin séu sem allra best fyrir þau allra minnstu.
___________________

HÖR

Sængurverin okkar eru unnin úr 100% hör, sem er ræktaður, unninn, ofinn og saumaður í Litháen. Framleiðsla á hör er einstaklega umhverfisvæn sökum þess hversu lítið vatn og land plantan notar. Einnig er plantan öll notuð, sem gerir hana mjög umhverfisvæna. Hör er mjög slitsterkur og endingargóður. Hör er þekktur fyrir góða öndun sem gerir hann að frábærum kosti fyrir sængurföt. Við framleiðslu hörs er notast við margfalt minna skordýraeitur heldur en við framleiðslu á öðrum náttúruefnum. Hör er því talinn góður fyrir fólk með viðkvæma húð.